Norðurþing kannar möguleika á kísilverksmiðju á Bakka

Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri Húsavíkur, kynnti lokadrög að viljayfirlýsingu milli PCC og sveitarfélagsins Norðurþings vegna orkufreks iðnaðar á Bakka. Um er að ræða kísilverksmiðju með allt að 66 þúsund tonna ársframleiðslu. Í viljayfirlýsingunni kemur fram hvernig framkvæmd skuli áreiðanleikakönnun á hinu ýmsu þáttum er varðar fyrirhugaða starfsemi. Þeir þættir sem verða skoðaðir eru, lóð, vegur milli iðnaðarsvæðis og hafnarsvæðis, vatnsveita, hitaveita, fráveita, nauðsynleg hafnaraðstaða, athafnasvæði við höfn og samfélagsgreining á áhrifum starfseminnar á samfélagið. Viljayfirlýsing þessi gildir til 1. maí 2012 þá á greiningu á þessum þáttum að vera lokið.

Á fundi bæjarstjórnar kom m.a. fram:
“Markmið viljayfirlýsingarinnar er að kanna möguleika á að reisa kísilverksmiðju á Bakka við Húsavík.  Bæjarstjórn Norðurþings lýsir yfir ánægju með áhuga fyrirtækisins PCC, Duisburg, Þýskalandi vegna uppbyggingar í Þingeyjarsýslu og býður það velkomið til samstarfs.”