Þann 6. október s.l. voru opnuð tilboð í verkið “Lenging sandfangara Sauðárkróki og sjóvörn Hrauni”. Kostnaðaráætlun Siglingastofnunar í verkið var kr. 24.727.500.- Röð bjóðenda og tilboðsupphæðir eru eftirfarandi.

  • Norðurtak ehf og Króksverk ehf. heildartilboðsupphæð kr. 18.794.500.- (76%),
  • Víðimelsbræður ehf. heildartilboðsupphæð kr. 22.719.500.- (92%),
  • Glaumur ehf. heildartilboðsupphæð kr. 27.372.000.- (111 %),
  • Steypustöð Skagafjarðar ehf. heildartilboðsupphæð kr. 31.932.000.- ( 129 %),

Gengið var til samninga við Norðurtak ehf um verkið.