NorðurOrg 2019 haldin í Fjallabyggð

Fjallabyggð mun halda söngkeppni félagsmiðstöðva á Norðurlandi, sem nefnist NorðurOrg á næsta ári. NorðurOrg er undankeppni félagsmiðstöðva á Norðurlandi fyrir söngkeppni Samfés sem fer fram í Laugardalshöll 23. mars 2019. Um er að ræða stóran viðburð sem halda þarf í íþróttahúsinu í Ólafsfirði. Búast má við 350-500 unglingum á viðburðinn. NorðurOrg 2018 var haldin á Sauðárkróki í janúar síðastliðinn.