Norðurlandsriðillinn í Skólahreysti

Skólarnir á Norðurlandi utan Akureyrar kepptu í 8. riðli í Skólahreysti í vikunni. Keppnin fór fram á Akureyri og keppt var í upphýfingum, armbeygjum, dýfum, hreystigreip og hraðabraut.  Varmahlíðarskóli vann riðilinn örugglega, þriðja árið í röð með 41 stig.  Borgarhólsskóli var í öðru sæti með 34 stig og Grunnskóli Fjallabyggðar í 3. sæti með 33 stig. Grunnskóli Fjallabyggðar einnig í 3. sæti á síðasta ári í sömu keppni með 35,5 stig.

Mikil barátta var um 2.-4. sæti en þar munaði aðeins einu stigi á milli liðanna.

Grunnskóli Fjallabyggðar var í 4. sæti í upphýfingum, 3. sæti í dýfum, 2. sæti í Hraðaþraut (2.52 min), 3. sæti í armbeygjum og næst neðstasæti í hreystigreip (2.02 min).

Úrslit 8. riðils:

Skóli Gildi Stig
Varmahlíðarskóli 41 41,00
Borgarhólsskóli 34 34,00
Gr Fjallabyggðar 33 33,00
Gr Austan Vatna 33 33,00
Gr Þórshöfn 25,5 26,00
Árskóli 19 19,00
Húnavallaskóli 18,5 19,00
Valsárskóli 12 12,00
Image may contain: one or more people, basketball court, crowd and indoor
Mynd: skolahreysti.is

Image may contain: 7 people, basketball court and indoor