Norðurlandsmótið í knattspyrnu hefst um næstu helgi og verður leikið í A og B deild, mótið nefnist einnig Kjarnafæðismótið. KF, Dalvík/Reynir, Tindastóll, Þór-2, KA-3 og Höttur leika í B-deild. Opnunarleikur B-deildar er 8. desember, en þá fer fram leikur Dalvíkur/Reynis og Þórs-2. Leikirnir fara fram í Boganum á Akureyri. Mótið er ekki skipulagt af KSÍ eða FIFA og því mega liðin nota leikmenn sem eru á reynslu hjá félögunum í þessum leikjum.
Fyrsti leikur KF er miðvikudaginn 12. des gegn KA-3. Fyrsti leikur Tindastóls verður 5. janúar 2019 gegn Hetti.
Í A-deild leika KA, KA-2, Þór, Völsungur, Magni og Leiknir F. Opnunarleikur A-deildar verður 8. desember en þá mætast Magni og KA-2.
Greint verður frá helstu úrslitum leikja hér á síðunni.