Norðurlandsmótaröðin í golfi hefst kl. 08:00, sunnudaginn 30.júní á Hlíðarendavelli á Sauðárkróki. Fyrst verða elstu ræstir út og yngstu síðast. Ræst verður í tvennu lagi og verðlaunaafhending verður einnig í tvennu lagi.  Mótið er fyrir alla, byrjendur sem lengra komna.

Mótið er flokkaskipt og kynjaskipt.  Þó ber að áretta að til að geta tekið þátt í mótunum verða keppendur að vera skráðir í einhvern golfklúbb á Norðurlandi. Þá er líka rétt að benda á að þeir sem að taka þátt í byrjendaflokki mega ekki vera búnir að fá forgjöf.  Ef keppandi sem byrjar t.d. fyrsta mót í byrjendaflokki fær síðan forgjöf fyrir næsta mót þá þarf viðkomandi að fara í sinn aldursflokk á næsta móti.

 

Flokkarnir eru þessir:

  • 17-18 ára piltar og stúlkur – 18 holur
  • 15-16 ára drengir og telpur – 18 holur
  • 14-ára og yngri strákar og stelpur – 18 holur
  • 12 ára og yngri strákar og stelpur sem spila 9 holur

Byrjendaflokkur strákar og stelpur spilar 9 holur af sérstaklega styttum  teigum
Opnað hefur verið fyrir skráningu á www.golf.is
Nándarverðlaun verða veitt og vippkeppni í öllum flokkum

Viðurkenning fyrir flesta punkta með forgjöf á 18 holu flokkunum, virk forgjöf er skilyrði.

Mótsgjald er 1.500 kr.