Norðurlandsmótaröðin í golfi í sumar

Búið er að ákveða dagsetningar fyrir Norðurlandsmótaröðina í golfi í sumar en þær eru þessar:

  • Dalvík 9.júní
  • Sauðárkrókur 30.júní
  • Ólafsfjörður 30.júlí
  • Akureyri 1.september

Til að geta tekið þátt í mótunum verða keppendur að vera skráðir í einhvern golfklúbb á Norðurlandi.  Þeir sem að taka þátt í byrjendaflokki mega ekki vera búnir að fá forgjöf.  Ef keppandi sem byrjar t.d. fyrsta mót í byrjendaflokki fær síðan forgjöf fyrir næsta mót þá þarf viðkomandi að fara í sinn aldursflokk á næsta móti. Norðurlandsmótaröðin í golfi er fyrir 18 ára og yngri.