Norðurlandsmótaröðin í golfi í Ólafsfirði

Sérstök mótaröð í golfi er starfrækt á Norðurlandi fyrir börn og unglinga á aldrinum 6-21 ára og er kjörin vettvangur til að stíga sín fyrstu skref í keppnisgolfi.  Golfklúbbarnir á Norðurlandi koma að mótinu, en það eru Golfklúbbur Akureyrar, Golfklúbburinn Hamar, Golfklúbbur Húsavíkur, Golfklúbbur Fjallabyggðar, Golfklúbbur Sauðárkróks og Golfklúbbur Siglufjarðar. Haldin hafa verið tvö mót í sumar, en alls eru fjögur mót haldin. Fyrsta mótið var á Sauðárkróki og næsta var haldið á Dalvík. Núna er komið að mótinu sem haldið verður í Ólafsfirði á vegum Golfklúbbs Fjallabyggðar, en það verður þriðjudaginn 25. júlí á Skeggjabrekkuvelli í Ólafsfirði. Síðasta mótið verður svo haldið á Akureyri í lok ágúst.

Tíðindamaður Héðinsfjarðar heimsótti Golfklúbb Fjallabyggðar í vikunni og tók nokkrar myndir af vellinum, en stórkostlegt útsýni er á þessu fallega svæði í Ólafsfirði. Börn og unglingar voru við æfingu á svæði.

Aldursflokkar verða eftirfarandi bæði hjá stelpum og strákum

  • Byrjendaflokkur   9 holur með höggleiksafbrigði, án forgjafar                  Sér teigar              2000 kr
  • 12 ára og yngri     9 holur með höggleiksafbrigði, án forgjafar                  Rauðir teigar        2000 kr
  • 14 ára og yngri     18 holur höggleikur án forgjafar                                     Rauðir teigar        2500 kr
  • 15-17 ára              18 holur höggleikur án forgjafar                                     Gulir / Rauðir       2500 kr
  • 18-21 ára              18 holur höggleikur án forgjafar                Hvítir/Gulir – Bláir/Rauðir        2500 kr