Norðurlandsmótaröðin í golfi 2014

Norðurlandsmótaröðin í golfi hefur verið haldin s.l. ár víðsvegar á Norðurlandi. Áframhald verður á því næsta sumar og eru komin drög að dagsetningum fyrir mótin á árinu 2014.

Mót sumarsins 2014

  • Sauðárkrókur 15. júlí
  • Dalvík 30. júní eða 6. júlí
  • Ólafsfjörður 20.-27. júlí
  • Akureyri 7. september – lokamót

Breyting er á uppröðun móta svo og fyrirkomulagi og flokkaskiptingu, þar sem elsti flokkurinn verður hér eftir fyrir 17-21 árs.

Fyrirkomulag:

  • Veita verðlaun fyrir besta skor í þremur verðlaunasætum í hverjum flokki.
  • Veita verðlaun fyrir flesta punkta í tveimur verðlaunasætum í 12 ára og yngri flokki
  • Veita verðlaun fyrir flesta punkta í fimm verðlaunasætum í 18 holu flokkum