Norðurlandsmótaröð barna og unglinga í golfi fór fram á Ólafsfirði

Þriðja mótið í Norðurlandsmótaröð barna og unglinga fór fram í Ólafsfirði sunnudaginn 27. júlí síðastliðinn á Skeggjabrekkuvelli. Þátttakendur voru 47 og var keppnin jöfn og spennandi í flestum flokkum og veðrið lék við keppendur. Öll úrslit má finna á www.golf.is , stöðuna í mótinu má finna á heimasíðu Norðurlandsmótarraðar.

Eftirfarandi golfklúbbar eru aðilar að mótaröðinni:

·        Golfklúbbur Akureyrar
·        Golfklúbbur Dalvíkur
·        Golfklúbbur Húsavíkur
·        Golfklúbbur Ólafsfjarðar
·        Golfklúbbur Sauðárkróks
·        Golfklúbbur Siglufjarðar

Myndir frá Facebooksíðu Golfklúbbs Sauðárkróks(GSS).