Norðurlandsmót í Knattspyrnu

Hið árlega Norðurlandsmót í knattspyrnu sem Knattspyrnudómarafélags Norðurlands stendur fyrir hefst 4. janúar 2013. Að þessu sinni eru það fimm félög sem senda 7 lið til keppni. Liðin sem taka þátt eru: KF, Völsungur, Dalvík-Reynir og Þór og KA senda hvort um sig tvö lið þ.e. meistara- og 2. flokk.
Allir leikirnir fara fram í Boganum. Öll úrslit má svo sjá á vef KSÍ hér.

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar leikur eftirfarandi leiki:

Fös 4.jan 20:00 Þór KF
Sun 6.jan 17:15 KF Völsungur
Lau 12.jan 15:15 KA KF
Sun 13.jan 17:15 KA 2 KF
Fös 25.jan 20:00 KF Þór 2
Sun 27.jan 17:15 KF Dalvík/Reynir