Norðurlandsmót í júdó á Blönduósi

Norðurlandsmót í júdó var haldið á Blönduósi um síðastliðna helgi.  Alls voru keppendur 42 og komu frá þremur júdófélögum á Norðurlandi: Pardusi á Blönduósi, Tindastóli á Sauðárkróki og KA á Akureyri.

Þó félögin þrjú hjálpist að við mótshaldið ber Pardus hitann og þungann af skipulagningunni. Mótið var haldið í íþróttamiðstöðinni á Blönduósi og var þátttakendum og foreldrum boðið frítt í sund ásamt því sem keppendum var boðin heit súpa eftir mótið.

Keppendur frá Tindastóli voru fimmtán talsins. Árangurinn lét heldur ekki á sér standa og hirti Tindastóll sex gullverðlaun, fimm silfurverðlaun og þrjú bronsverðlaun. Það verður að teljast frábær árangur.