Norðurland Eystra sigraði Niceair kjördæmamótið í bridge
Norðurland Eystra vann ótrúlegan yfirburðarsigur á kjördæmamótinu í bridge sem lauk á sunnudag, en mótið var haldið á Akureyri. Sveitin vann með meira en 120 stiga mun sem hlýtur að vera nálægt því að vera met. Til marks um yfirburði Norðurlands Eystra voru allar fjórar sveitirnar á topp 5 yfir stigahæstu sveitirnar. Sveit Norðurland eystra hafði mikla yfirburði eftir fjórar umferðir og var því aðalspennan um 2.-3. sæti.
Mótið var vel heppnað í alla staði og var mikil ánægja með framkvæmd mótsins.
Úrslit:
- Norðurland Eystra með 425,46 stig
- Reykjanes með 302,25 stig
- Vestfirðir með 271,81 stig
- Norðurland Vestra með 269,12 stig
- Suðurland með 266,82 stig
- Reykjavík með 266,19 stig
- Austurland með 248,90 stig
- Vesturland með 189,45 stig
Heimild: bridge.is