Laugardaginn 7. september verður Norðurheimskautsbaugshlaup TVG Zimsen haldið í annað sinn í Grímsey. Boðið verður upp á tvær hlaupaleiðir: Einn tæplega 12 km hring í eynni eða tvo hringi – milli 23 og 24 km. Tímataka verður á báðum leiðum. Drykkir verða í boði á drykkjarstöðvum á leiðinni. Ræst verður í hlaupið kl. 11.00 við félagsheimilið Múla.

Norðurheimskautshlaupið var í fyrsta skipti í september árið 2012 og tókst það vel til. Hlaupaleiðin er sú sama og í fyrra, um stórbrotna náttúru Grímseyjar.

Skráning er í hlaupið á www.hlaup.is