Norðurheimskautsbaugshlaup í Grímsey

Norðurheimskautsbaugshlaup TVG Zimsen verður haldið í Grímsey laugardaginn 3. september kl. 11.00. Boðið verður upp á tvær hlaupaleiðir: Einn tæplega 12 km hring í eynni eða tvo hringi eða tæplega 24 km.

Ekkert skráningargjald er í hlaupið en hægt er að panta sæti í sérstakt flug með Norlandair fyrir hlaupið og greiða fyrir það um leið og fólk skráir sig. Flugfarið kostar 15.000 kr. en athugið að það er takmarkaður fjöldi sem kemst með fluginu.  Skráning er á hlaup.is.