Norðmenn vilja setja upp verksmiðjusýningu eins og á Síldarminjasafninu

Örlygur Kristfinnsson Safnstjóri Síldarminjasafnsins á Siglufirði var boðið á taka þátt í ráðsefnu í Noregi síðastliðið haust þar sem hann var með erindi og myndasýningu sem fjallaði um áhrif Norðmanna á Siglufirði. Tengsl mynduðust fyrir tveimur árum er nokkrir norskir safnmenn voru á Siglufirði að skoða Síldarminjasafnið. Höfðu þeir sérstakan áhuga á verksmiðjusýningu Síldarminjasafnsins í Gránu en engin slík sýning er í Noregi.

Í bænum Melbu í Noregi er gömul síldarverksmiðja sem vantar alla tækjakosti sem Norðmenn hafa mikinn áhuga að gera upp. Fulltrúi Síldarminjasafnsins var boðið að sjá þessa gömlu norsku verksmiðju og var samið um  það að norsku safnmennirnir kæmu til Siglufjarðar til að læra af heimamönnum þar.

Nánar má lesa á heimasíðu Síldarminjasafnsins.

Sildarminjasafnið