Norðlendingur ársins 2012  hefur verið kosinn og kynntur en lítið hefur verið fjallað um 2. til 3. sætið. Það var hún Ragnheiður Gunnarsdóttir á Akureryri sem var í 1. sæti fyrir að opna  athvarf fyrir heimlislausa ketti á Akureyri, halda úti vefsíðu og finna köttum ný heimili. Í öðru sæti varð  Edda Bára Höskuldsdóttir liðveitandi, hún starfar á sambýli á Akureyri.

Í þriðja sæti varð Hermann Aðalsteinsson Lyngbrekku, hann hlaut fjölda atkvæða, annars vegar fyrir framtak sitt með fréttavefinn 641.is þar sem hann er stofnandi og ábyrgðarmaður, hins vegar fyrir framlag sitt til skákeflingar í héraði. Þau sem lesa 641.is þekkja dugnað Hermans við fréttaöflun  vel. Færri heyra af framgangi Hermanns fyrir  skáklistina sem er auðvitað mikil íþrótt.