Heimsferðir hafa í gegnum árin boðið upp á bein flug frá Akureyri til spennandi áfangastaða úti í heimi.
Ferðaskrifstofan bætir nú enn í úrvalið og býður upp á bein flug til Tenerife frá Akureyri.
Komin eru í sölu flug í júní og júlí þar sem boðið er upp á hagstæða og vandaða ferðapakka til eyjarinnar fögru.
Trausti Hafsteinsson, sölustjóri Heimsferða, er stoltur af því að auka enn frekar úrval ferðaskrifstofunnar í beinu flugi frá Akureyri.
Þessu ber að fagna, enda frábær viðbót við fjölbreytta sumaráætlun okkar í ár. Við erum mjög ánægð að geta boðið viðskiptavinum okkar enn fleiri kosti í beini flugi frá Akureyri. Norðlendingar eiga ekkert nema gott skilið og ég vona að þeir taki þessum sumarflugum fagnandi. Það skemmir ekki fyrir að verðin okkar eru mjög góð og pakkaferðirnar vandaðar í alla staði. Það er virkilega ánægjulegt að bjóða nú þessi beinu flug í sumar sem fela í sér ný tækifæri á þessari flugleið, leið sem við höfum sinnt af álúð um margra ára skeið.
Heimsferðir eru leiðandi ferðaskrifstofa á íslenskum ferðamarkaði með það markmið að veita framúrskarandi þjónustu og stuðla að jákvæðri upplifun farþega sinna, allt frá því ferð er bókuð og þar til ferð er lokið.