Norðlendingar fljúga til Tenerife á morgun

Norðlendingar fljúga til Tenerife á morgun  frá Akureyrarflugvelli með beinu flugi á vegum Ferðaskrifstofu Akureyrar og Vita. Í haust hafa verið í boði slíkar ferðir síðustu vikur, en fyrst er flogið frá Keflavík þar sem aðrir farþegar koma í vélina og að lokum er vélin fyllt á Akureyri og flogið til Tenerife, sem tekur um 5,5 klukkutíma að jafnaði.
Farþegar eru minntir á að fylla út FCS Form og best að hafa útprentað ásamt bólusetningarvottorði. Þessi gögn þarf að sýna við innritun á Akureyrarflugvelli.
Bílastæði við flugvöllinn á Akureyri eru orðin mjög þétt setin. Mælt er með að Akureyringar fái skutl á flugvöllinn.
Mynd: Markaðsstofa Norðurlands.