Nokkrar óveðursmyndir frá Siglufirði

Töluvert rok var í gær á Siglufirði en á hádegi var vindurinn 21 m/s og fóru hviður upp í 50 m/s í hádeginu. Klukkan 15 var vindurinn kominn í 17 m/s og hviðurnar í 37 m/s. Nánari athuganir fyrir Siglufjörð má sjá hjá veðurstofunni. Ljósmyndarinn Steingrímur Kristinsson lét ekki veðrið stöðva sig og fór og tók nokkrar mjög góðar myndir sem sýna vel hversu öflugur vindurinn var í gær í kringum hádegið á Siglufirði.