Nóg að gera hjá yngri flokkum KF og Dalvíkur

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar (KF) og Dalvík hafa í sumar unnið náið saman í yngri flokkastarfinu í knattspyrnu og hefur samstarfið gengið vel. Þetta er þriðja sumarið sem félögin vinna saman og starfstarfið er alltaf að eflast og verða betra. Undanfarnar helgar hafa lið frá félögunum verið að taka þátt í stórum félagsmótum víðsvegar um landið.

Fyrstu helgina í júlí tóku 15 galvaskir drengir þátt á N1 mótinu á Akureyri. Mótið lukkaðist mjög vel og stóðu drengirnir sig mjög vel. Helgina á eftir fór svo fram Strandamót Promens á Árskógsströnd og tók 6.-8.flokkur drengja og stúlkna þátt. Í 6.flokki unnu KF og Dalvík saman en í 7. og 8.flokki fóru 4 lið frá KF og tóku þátt. Mótið er dagsmót og kepptu 6. og 8.flokkur á laugardeginum en 7.flokkur á sunnudeginum. Síðustu helgi fóru svo stelpur í 6. og 5.flokki á Símamótið í Kópavogi. Þrjú lið frá KF/Dalvík tóku þátt og stóðu stelpurnar sig mjög vel.

Á öllum þessum þremur mótum voru foreldrar virkir þátttakendur með krökkunum og er það mjög mikilvægt í starfinu. Krakkarnir voru til sóma bæði innan vallar sem utan og félagið er stolt af frammistöðu þeirra.
Nú um helgina fer svo fram Rey-cup í Laugardalnum. Þar taka þrjú lið frá KF/Dalvík þátt, þ.e. í 3. og 4.flokki karla og 3.flokki kvenna. Alls eru 46 iðkendur frá félögunum sem er stærsti hópur sem félögin hafa sent á mótið til þessa.

Í öllum flokkum er gríðarlega mikilvægt að halda vel utan um krakkana en það á sérstaklega við um þennan aldur. Stór hópur foreldra fylgir krökkunum og þau munu örugglega skemmta sér vel bæði innan vallar sem utan enda mikil knattspyrnuveisla.
Lið frá KF/Dalvík hafa í sumarið tekið þátt á Íslandsmótinu en alls eru á annan tug liða frá félögunum sem taka þátt. Núna er stutt sumarfrí á Íslandsmótinu en leikir munu hefjast aftur fljótlega eftir verslunarmannahelgina.
Næsta félagsmót er svo Pæjumótið sem fram fer helgina eftir verslunarmannahelgi og munu við senda frétt frá okkur þegar nær dregur.

11707791_10204491261188550_3841528336047127979_n 11403175_10207485108272489_6240222786246041303_n 11659417_10206792704476870_5451499160405947188_n

Texti: innsent efni.