Níutíu opnunardagar og 16 þúsund gestir í Skarðsdal

Umsjónarmenn Skíðasvæðisins í Skarðsdal á Siglufirði eru alsælir yfir fjölda gesta yfir páskana, inn á svæðið komu fimm þúsund gestir sem er aðsóknarmet yfir páskana.

Opnunardagar þessa vertíðina á Siglufirði eru komnir upp í níutíu daga, og heildarfjöldi gesta um sextánþúsund.  Síðasti opnunardagurinn á svæðinu verður sunnudaginn 28. apríl.

Skíðasvæðið í Skarðsdal