Nítján skemmtiferðaskip á Siglufirði í júlí
Það verða alls 19 skemmtiferðaskipakomur á Siglufirði í júlímánuði samkvæmt áætlun. Nú fyrstu dagana í júlí hafa þrjú skip komið og stoppað hluta úr degi og hafa farþegar notið afþreyingar á Siglufirði. Skipið Pan Orama kom með 49 farþega þann 2. júlí, National Geographic Explorer kom 3. júlí með 150 farþega og Ocean Endeavour kom með 300 farþega 4. júlí og er áætlað að það koma aftur þann 13. júlí.


