Nikulásarmótið hófst í gær og voru fjölmargir leikir spilaðir á Ólafsfjarðarvelli í góðu veðri. Í 6. flokki A voru nokkrir stórir markaleikir, t.d. gerði KF og Höttur 5-5 jafntefli. Þá vann Þór-2 Dalvíkinga 7-6. Í 6. flokki B tapaði KF-4 gegn Einherja, 3-6.
Keppnin hefst kl. 8:30 í dag sunnudag en undanúrslit og bikarúrslitaleikir hefjast kl. 14. Mótinu lýkur með verðlaunaafhending kl. 15.