Nikulásarmótið í fótbolta verður haldið helgina 13.-14. júlí í Ólafsfirði. Tíu félög eru skráð til leiks sem er töluvert minna en oft áður. Athygli vekur að ekkert félag frá höfuðborgarsvæðinu mætir til leiks þetta árið. Liðin eru: KF – Dalvík – Einherji – Þór – KA – Höttur -Fjarðabyggð – Magni – Tindastóll – Neisti. Mótið er fyrir 6.-8. flokk.

Jónsi í Svörtum fötum skemmtir á kvöldskemmtun ásamt Daníel Pétri.

Smávægilegar breytingar verða á mótinu og má þar nefna að spilað verður 5 manna bolti í öllum flokkum, keppt verður í vítakeppni og knattraki. Bikarkeppnin verður á sínum stað, undanúrslita- og úrslitaleikirnir fara fram á sunnudeginum.

Dagskránna má finna hér.