Nikulásarmótið í knattspyrnu á Ólafsfirði hefst á morgun

Hið árlega Nikulásarmót í knattspyrnu hefst á morgun á Ólafsfirði. Fyrstu leikir byrja kl. 14:40. Fjórtán íþróttafélög eru skráð til leiks og mæta meðal annars Þróttarar frá Reykjavik, Fylkir, ÍR, HK og svo auðvitað liðin að norðan. Leikið er í 2x 10 mínútur.

Dagskráin er góð um helgina og mætir Friðrik Dór tónlistarmaður og tekur lagið og einnig fjöllistamaðurinn Mighty Gareth. Dagskráin hefst með skrúðgöngu frá Tjarnarborg kl. 14 á morgun, föstudag.

Leikaniðurröðun fyrir föstudaginn er komin á netið hér og dagskrá helgarinnar hérna.