Nikulásarmótið í fótbolta hefst á morgun, laugardaginn 13. júlí í Ólafsfirði. Skrúðganga verður frá Grunnskólanum í Ólafsfirði að íþróttasvæðinu þar sem setning fer fram. Keppni hefst svo kl. 9:30. Klukkan 12:30 verður haldin vítakeppni í öllum flokkum. Knattrakskeppni verður haldin frá kl. 14:30-16. Klukkan 16:30 hefst svo bikarkeppnin og lýkur keppni kl. 18 á laugardeginum. Kvöldskemmtun er svo kl. 19:30-20:30.
Á sunnudag hefst keppni kl. 8:30. Undanúrslit og úrslitaleikir verða kl. 14. Verðlaunaafhending verður kl. 15 og mótsslit.