Nikulásarmótið haldið í Ólafsfirði

Nikulásarmótið í knattspyrnu er fyrir stráka og stelpur í 6.-8.flokk og fer fram á Ólafsfirði sunnudaginn 28. ágúst næstkomandi. Mótið hefst kl. 11:00 og lýkur kl. 15:00. Meðal liða sem taka þátt í ár eru KF, Dalvík, KA, Þór, Magni, Neisti og Efling.  Allir þátttakendur fá verðlaunapening og mótsgjöf og í lok móts verða hamborgarar grillaðir fyrir keppendur.