Nikulásarmótið fer fram um helgina

Hið árlega Nikulásarmót í knattspyrnu mun fara fram laugardaginn 13. júní á Ólafsfirði og er fyrir 6.-8. flokk drengja og stúlkna. Leikið er í 2×7 mínútur. Meðal félaga sem koma í ár eru Dalvík, Þór, KA, Völsungur og Neisti. Alls keppa 36 lið í ár á mótinu og keppendur tæplega 300 talsins.

Áætlað er að mótið hefjist kl 10:00 og ljúki upp úr kl. 14:00. Þátttakendur fá verðlaunapening, grillveislu og gjöf frá styrktaraðila. Að loknu móti verður stærsta vatnsrennibraut landsins opin.

Nikulás er félag sem nokkrir sjómenn á frystitogaranum Sigurbjörgu ÓF stofnuðu árið 1990 með það að markmiði að efla íþróttastarf í Ólafsfirði. Fyrsta Nikulásarmótið var haldið 1991, þá voru keppendur um 100 talsins.

nikulas_6