Nikulásarmótið fer fram í september í Ólafsfirði

Hið árlega Nikulásarmót verður á sínum stað þann 3. september 2017, mótið er nú dagsmót en stóð áður í 2 daga.  Knattspyrnumótið hefur verið haldið í Ólafsfirði síðan 1991. Nikulás er félag sem nokkrir sjómenn á frystitogaranum Sigurbjörgu ÓF stofnuðu árið 1990 með það að markmiði að efla íþróttastarf í Ólafsfirði. Mótið heitir eftir Nikulási, dyggum stuðningsmannahópi Leifturs en félagið sameinaðist síðar í KS/Leiftur og loks KF. Mótið er nú í fyrsta sinn haldið í september, en í fyrra var mótið haldið í lok ágúst, en hafði áður verið haldið í júlí eða júní.  Félögin sem komu í fyrra voru af Norðurlandi en öll lið eru velkomin á mótið og er hægt að senda skráningu liða á kf@kfbolti.is.

Nikulásarmótið er fyrir 6.-8.flokk drengja en stúlkur eru að sjálfsögðu velkomnar á mótið. Nikulásarmótið hefst um kl. 11:00 (8.flokkur byrjar aðeins síðar) og lýkur seinni part dagsins.

Mótsgjaldið er 2.500.- fyrir hvern þátttakanda (enginn kostnaður fyrir þjálfara/liðstjóra) og innifalið í því er þátttaka á mótinu, verðlaunapeningur, grillveisla (hamborgarar) og gjöf frá styrktaraðila.

nikulas