Niceair bætir við ferðum til Tenerife í vetur

Niceair hefur bætt við brottförum til Tenerife í vetur og munu þeir fljúga á 11 daga fresti í nóvember og desember, en aukaflug er um jólin. Eftir áramótin verður flogið vikulega til 22. mars 2023. Ferðirnar eru bókanlegar nú þegar á vef Niceair. Það hefur aldrei verið eins freistandi fyrir Norðlendinga að skella sér í frí með beinu flugi frá Akureyri eins og núna.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Niceair.