Allir helstu fjölmiðlar hafa greint frá því í dag að NiceAir hafi aflýst öllum flugferðum og muni taka hlé á rekstri. Ástæðan er að eina flugvél félagsins var afturkölluð vegna vanskila Hi-Fly við eiganda vélarinnar. NiceAir hefur þó staðið í skilum með sína leigusamninga.

Í til­kynn­ingu frá NiceAir seg­ir að þrátt fyr­ir góðan ár­ang­ur á síðastliðnu ári, sterka bók­un­ar­stöðu og góðar horf­ur inn í árið, þá sé kom­in upp staða sem geri Nicea­ir ómögu­legt að veita þá þjón­ustu sem til stóð.

Vélin sem félagið hafði síðast til umráða flaug frá Akureyri til Vilníus í Litháen 2. apríl síðastliðinn og hefur verið í flugrekstri síðan. Eldri vélin var sögð hafa verið send í viðhald.