Nenad Zivanovic áfram með KF

Nenad Zivanovic mun spila áfram með KF næsta sumar og hefur samið til eins árs. Nenad spilaði 20 leiki á síðasta keppnistímabili og skoraði 8 mörk. Nenad átti stóran þátt í velgengni liðsins á síðasta sumri og lagði sitt af mörkum til að koma KF upp í 1. deildina. Hann mun koma til landsins í byrjun maí. Nenad verður að spila með liði í Serbíu fram að þeim tíma.

Nenad er fæddur árið 1976 og hefur spilað fyrir Breiðablik og Þór á Íslandi auk KF. Hann hefur leikið 99 leiki á Íslandi frá árinu 2006 og skorað 28 mörk.