Nemendur útbúa jólagjafir fyrir fjölskylduhjálp kirkjunnar

Undanfarið hafa nemendur í 1.-5. bekk í Grunnskóla Fjallabyggðar útbúið jólakort á meðan nemendur á miðstigi hafa útbúið jólapappír. Í vikunni kom svo Anna Hermína með yfir 100 jólagjafir sem hún hefur safnað og var þeim pakkað inn í jólapappírinn. Jólagjöfunum verður svo komið til fjölskylduhjálp kirkjunnar.

pc090014 pc090017