Nemendur úr Fjallabyggð unnu hönnunarkeppni félagsmiðstöðva

Stíll 2018 fór fram í íþróttahúsinu Digranesi í Kópavogi í dag og var þemað í ár “Drag”.  Stíll er árleg hönnunarkeppni á milli félagsmiðstöðva þar sem keppt er í hárgreiðslu, förðun og fatahönnun út frá ákveðnu þema.  Keppt hefur  verið í Stíl undir formerkjum Samfés og ÍTK frá því á árinu 2000 en löng hefð hefur fyrir sambærilegri keppni í Kópavogi.  Rúmlega 120 unglingar í 27 liðum tóku þátt í keppninni í ár.

Nemendur úr Grunnskóla Fjallabyggðar á vegum Félagsmiðstöðvarinnar Neon tóku þátt í keppninni ár og unnu sigur. Hreint frábær árangur hjá þessu unga fólki en þau heita Sunna Karen Jónsdóttir, Birna Björk Heimisdóttir og Cristina Silvia Cretu. Nemendurnir voru undir handleiðslu Brynhildar Reykjalín Vilhjálmsdóttur.

Félagsmiðstöðin Hraunið lenti í öðru sæti og í þriðja sæti lenti félagsmiðstöðin Tjarnó. Félagsmiðstöðin Fönix fékk verðlaun fyrir bestu förðunina. Félagsmiðstöðin Vitinn fékk verðlaun fyrir hár og Hraunið 1 fékk verðlaun fyrir framkomu.  Félagsmiðstöðin Þrykkjan var verðlaunuð fyrir bestu hönnunarmöppuna og félagsmiðstöðin Klakinn fékk sérstök hvatningarverðlaun.