Nemendur Tónskólans undirbúa söngleik í Fjallabyggð

Nemendur Tónskóla Fjallabyggðar eru þessa dagana að æfa og undirbúa söngleik sem frumsýndur verður í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði í lok nóvember.

Krakkarnir munu æfa á sviðinu í Menningarhúsi Tjarnarborg eftir helgina, en lögin, textarnir, dansatriðin og leikþættirnir eru að verða fullmótaðir og vel æfðir. Söngleikurinn verður frumsýndur fimmtudaginn 28. nóvember.

20131030_144723 20130916_145306
Myndir frá Tónskóla Fjallabyggðar.