Nemendur Tónskóla Fjallabyggðar keppa á Egilsstöðum

Tónskóli Fjallabyggðar var með tónleikaröð síðustu vikuna í febrúar, þar sem valdir voru nemendur til að taka þátt í Uppskerhátíð Tónlistarskólanna á Íslandi, Nótunni. Svæðiskeppni Nótunnar fer fram á Egilsstöðum laugardaginn 16. mars og er þrír nemendur sem keppa fyrir hönd skólans, Gabríella Gunnlaugsdóttir píanóleikari, Sæunn Axelsdóttir fiðluleikari og Ólöf Rún Ólafsdóttir gítarleikari og söngvari.

Lokakeppnin fer fram í Hörpu þann 14. apríl næstkomandi, en á síðasta ári sigraði Sigríður Alma Axelsdóttir úr Tónskóla Fjallabyggðar í sínum flokki.

Heimild: tonskoli.fjallabyggd.is