Það var Hollywood þema á árshátíð nemendafélagsins Trölla sem haldin var í Menntaskólanum á Tröllaskaga  í síðustu viku. Nemendur og starfsfólk fjölmenntu og einnig var 10. bekkingum í Grunnskóla Fjallabyggðar boðið að vera með í gleðinni en mörg þeirra taka nú þegar áfanga í skólanum. Rauður dregill var við innganginn og skólinn vel skreyttur.

Mikið fjör var fram eftir kvöldi og farið var í leiki eins og Kahoot keppni, Pub quiz, limbókeppni og stólaleikinn.

Fjölmargar myndir voru teknar og er hægt að sjá þær allar á heimasíðu mtr.is.