Nemendur MTR söfnuðu áheitum og syntu yfir Ólafsfjörð

Nemendur Menntaskólanum á Tröllaskaga söfnuðu áheitum vegna sjósunds, sem synt var um síðustu helgi. Tilgangurinn var að afla fjár til utanlandsferðar nemenda í október.  Hópurinn synti yfir Ólafsfjörð, frá bryggjunni á Kleifum og inn í Ólafsfjarðarhöfn. Vegalengdin er rúmlega 1.8 km og gekk sundið einstaklega vel.  Sjór var spegilsléttur og veður gott til sjósunds.
Björgunarsveitin fylgdi nemendum eftir á slöngubátum og var sá háttur hafður á að einn synti í einu.
Kennarar í þessum áfanga eru Lísebet Hauksdóttir og Ida Semey en Lísebet gerði sér lítið fyrir og synti alla leið með nemendum og studdi þá. Tæplega 500.000 krónur söfnuðust í áheitunum. Fleiri myndir má sjá á vef mtr.is.

14274556_10153697050211260_593704529_o 14247815_10153697050501260_92638403_o 14233683_10153697050296260_823728538_o 14202826_10153697040916260_1967186119_o