Nemendur MTR keppa í Músíktilraunum

Nokkrir nemendur Menntaskólans á Tröllaskaga taka þátt í Músíktilraunum 2013. Verkefnið er unnið í samvinnu við Tónskóla Fjallabyggðar, en nemendurnir þurfa að semja frumsamin lög, útsetja, taka upp og skila á stafrænu formi fyrir keppnina. Það er tónlistarkennarinn Rodrigo J. Thomas, kennari Tónskóla Fjallabyggðar sem hefur verið að kenna og hjálpa við upptökur á lögum nemendanna.

Sunnudaginn 17. mars hefjast Músíktilraunir 2013, en þar stíga á stokk 10 fyrstu hljómsveitirnar í ár. 39 hljómsveitir af öllu stærðum og gerðum, einherjar, rokkarar, raftónlistarmenn, harðkjarnasveitir og blúsarar munu gleðja augu og eyru áhorfenda í ár. Athygli vekur hversu stór hluti eru stelpur, eða 21 talsins. Fjölbreytileiki verður einkenni tilraunanna í ár.

Nánar um keppnina hér.

Heimild: tonskoli.fjallabyggd.is