Nemendur MTR í starfskynningu á Mánabergi

Nemendur á starfsbraut Menntaskólans á Tröllaskaga heimsóttu frystitogarann Mánaberg í eigu Rammans í Fjallabyggð og fengu þar starfskynningu. Nemendur fengu að skoða skipið hátt og lágt og fengu allir að máta stól skipstjórans. Nemendum fannst lítið pláss neðan þilja og þröng vinnuaðstaða skipverjanna. Þá var hægt að sjá líkamsræktaraðstöðu og leikjatölvu áhafnarinnar. Áhugaverðar myndir má finna á vef MTR.is

Mánaberg ÓF-42 er smíðað árið 1972 og er 68,66 metrar á lengd.

img_3753

 

Mynd: mtr.is