Nemendur MTR hvattir til að mæta í skólann og læra

Nemendur Menntaskólans á Tröllaskaga eru hvattir til að mæta í skólann og nýta sér aðstöðuna til að læra sjálfir og fylgja eftir námsáætlunum. Núna er annari viku í kennaraverkfalli að ljúka og ekki lausn í sjónmáli. Nemendur á starfsbraut MTR eru 12 talsins og hafa verið við verklegt nám sitt frá kennaraverkfalli.

mtr

Ljósmynd: Ragnar Magnússon – fyrir Héðinsfjörður.is