Nemendur MTR gistu í Fljótum og lærðu að njóta útivistar

Nemendur í útivistaráfanga í Menntaskólanum á Tröllaskaga dvöldu á Bjarnargili í Fljótum í tvo sólarhringa um síðastliðna helgi. Markmið ferðarinnar var að nota nærumhverfið til að læra að ferðast í hópi og njóta útivistar. Þetta kemur fram á heimasíðu MTR.is

Hópurinn gekk um Holtsdal, grófu snjóhús, klifruðu í hengjum og upplifðu umhverfið. Nokkrir nemendur tóku gönguskíðin með og komust hraðar yfir en aðrir.  Hópurinn stoppaði svo í sundlauginni á Sólgörðum í Fljótum og hélt eftir það kvöldvöku.

Myndir úr ferðinni má sjá hér.

Í Fljótum

Mynd frá heimasíðu MTR.is