Nemendur MTR gáfu leikskólabörnum leikföng

Nemendur í áfanganum Leikfangasmíði í Menntaskólanum á Tröllaskaga smíðuðu leikföng úr tré fyrir leikskólanna í Fjallabyggð og í Dalvíkurbyggð. Var meðal annars smíðaðir dúkkuvagnar, eldavélar, dúkkuhús, bílaborð og fleiri leikföng.  Allt frábærar gjafir til leikskólanna.

Kjartan Helgason smiður, var nemendum til aðstoðar en nemendur fá frelsi til að skapa sjálfir og útfæra eftir eigin höfði. Myndir koma frá vef MTR.is og má sjá fleiri myndir þar.