Nemendur MTR fræddust um líffæri svína í vikunni

Nemendur Menntaskólans á Tröllaskaga í líffræðiáfanga skoðuðu líffæri úr svínum í vikunni. Þar á meðal hjarta, lungu, lifur, vélinda, barka og þind. Lungun voru skoðuð rækilega og blásin út. Einnig voru hjörtun skorin og í þeim skoðuð hvolf, gáttir, lokur og helstu æðar. Þá reyndu nemendur að átta sig á leið blóðsins um hjartað.

Þetta var fyrst og fremst hugsað til að brjóta upp kennsluna og leyfa þeim að prófa eitthvað annað en hefðbundna námsaðferð.

Myndir af þessu má sjá hér.

Svín

Heimild: www.mtr.is