Mánudaginn 26. september næstkomandi ætla nemendur 6. – 10. bekkjar í Grunnskóla Fjallabyggðar að hlaupa Ólympíuhlaup ÍSÍ og láta í leiðinni gott af sér leiða. Nemendur eru að safna áheitum og ætla að styrkja þrjú verðug málefni í Fjallabyggð sem eru þessi:
- Sigurboginn, styrktarfélag Sigurbjörns Boga Halldórssonar, 10 ára drengs með flókna fjölfötlun
- Noah Maricato Lopes, 7 ára dreng með Downs heilkenni
- Elvíru Maríu Sigurðardóttur 2 ára stúlku sem glímir við bráðahvítblæði
Nemendur eru þessa dagana að safna áheitum en ef fólk vill leggja þessari áheitasöfnun lið en hefur ekki skrifað undir hjá neinum nemanda þá má hafa samband við okkur í skólanum og við tökum við ykkar framlagi og komum því áfram í söfnunina. Senda má póst á gudunn@fjallaskolar.is eða hringja í síma
464-9222.
Nemendur munu svo hlaupa um götur Ólafsfjarðar frá kl 12:15 mánudaginn 26. september.