Nemendur í Fjallabyggð í starfskynningu

Nemendur 10. bekkjar í Grunnskóla Fjallabyggðar verða þessa vikuna í hinni árlegu starfskynningu og geta valið úr ýmsum fyrirtækjum í Fjallabyggð til að vinna í fjóra daga á tveimur starfsstöðvum. Úrval starfsstöðva er fjölbreytt og spennandi og þykir m.a. Grunnskólar og Leikskólar í Fjallabyggð vinsælir staðir fyrir starfskynningu.

Í dag voru tvær stelpur úr 10. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar í starfskynningu í Bókasafninu á Siglufirði. Þær Jódís Jana og María Katrín fá að kynnast störfum bókavarða og bókasafns- og upplýsingafræðinga.