Nemendur Háskólans að Hólum styrktu Björgunarsveitina Gretti

Nemendur á ferðamálabraut við Háskólann að Hólum afhenti Björgunarsveitinni Gretti á Hofsósi styrk í vikunni en Hólanemendur héldu kaffiboð með hlaðborði og var afrakstur þeirra sölu sem rann til  Björgunarsveitarinnar Grettis. Um 100 manns komu í kaffi en viðburðurinn var hluti af námskeiðinu Matur og menning hjá Hólaháskóla. Þema hlaðborðsins var hefðbundið íslenskt kaffihlaðborð þar sem í boði voru: hnallþórur, pönnukökur, hangikjöt með flatbrauði, skonsutertur og fleira góðgæti.

grettir2

 

 

 

 

 

 

Ljósmynd: www.holar.is / Guðmundur B. Eyþórsson.