Félagsmiðstöðin Neon í Fjallabyggð tók þátt í Hönnunarkeppni Stíls eins og undanfarin ár og að þessu sinni voru fulltrúar Neons þær Tinna Hjaltadóttir og Eva María Merenda, nemendur í 8. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar og Svava Rós Kristófersdóttir og Guðrún Ósk Auðunsdóttir, nemendur í 9. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar.

Tinna var erlendis í skíðaferðalagi þegar keppnin var haldin en tók þátt í öllum undirbúningi. Brynhildur Reykjalín Vilhjálmsdóttir var stúlkunum innan handar við undirbúning og fylgdi þeim á keppnina um síðustu helgi, en hún var haldin í Digranesi í Kópavogi.

Markmið Stíls eru m.a. að hvetja ungt fólk til listsköpunar og um leið gefa þeim aukin tækifæri til frumlegrar hugsunar og sköpunarhæfileika.