Nemendur FNV í námsmaraþoni yfir nótt

Nemendur í dreifnámi Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra á Hvammstanga héldu námsmaraþon s.l. nótt. Þau söfnuðu áheitum frá fyrirtækjum og einstaklingum í Húnaþingi vestra og fengu góð viðbrögð. Krakkarnir nýttu tímann til að undirbúa sig fyrir lokapróf, vinna upp áætlanir og ókláruð skilaverkefni. Lærdóminum lauk kl.  7 að morgni og kl. 8 hófst stærðfræðitími.